Lindex afhendir myndarlegan styrk til Bláa Hersins
- 78% viðskiptavina sleppa pokanum
Þegar kynnt var stofnun Pokasjóðs Lindex fyrir um ári síðan var áveðið að Blái Herinn, sem vinnur brautryðjendastarf í hreinsun á ströndum landsins, skyldi hljóta fyrsta styrkinn úr sjóðnum. Pokasjóðurinn byggist upp á því að allur ágóði af sölu Lindex poka gengur til sjóðsins sem úthlutar styrk einu sinni á ári. Nú í fyrsta sinn er úthlutað úr þessum sjóð og nemur upphæðin rúmlega 1,28 milljónum króna sem gengur beint til hreinsunar á ströndum landsins.
Til viðbótar er verkefninu ætlað að sporna gegn sóun og er ánægjulegt að geta þess að einungis 22% viðskiptavina velja nú poka og því tæplega 4 af hverjum 5 viðskiptavinum Lindex sem sleppa nú pokanum.
„Þessi frábæri stuðningur Lindex skiptir okkur miklu máli við hreinsun á ströndum Íslands. Frá stofnun hefur Blái herinn verið fremstur í flokki í hreinsun stranda, hafna, lóða fyrirtækja og fleira á landinu en á tímabilinu hafa farið yfir 71500 vinnustundir í meira en 200 verkefni með 8700 sjálfboðaliðum sem hreinsað hafa yfir 1500 tonn af rusli úr náttúru Íslands,” segir Tómas Knútsson, ábyrgðamaður Bláa Hersins.
Lindex rekur m.a. verslun í Krossmóa í Reykjanesbæ. Lindex býður upp á kventískufatnað, nærfatnað og barnafatnað ásamt snyrtivörum. Styrkveitingin fór fram í tilefni af opnun stærri verslunar Lindex í Kringlunni í Reykjavík.