Líkur á skúrum í dag, þurrt í kvöld
Veðurspá fyrir Faxaflóa
Suðvestan 3-8 m/s og skúrir, en þurrt að mestu í kvöld. Vaxandi suðaustanátt á morgun, 10-15 m/s eftir hádegi og rigning undir kvöld. Hiti 7 til 12 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Suðaustan 5-10 m/s og skýjað með köflum á Norðurlandi, en annars dálítil rigning eða súld. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á NA-landi.
Á þriðjudag:
Hæg norðaustlæg átt og dálítil væta um austanvert landið, en annars skýjað að mestu og yfirleitt þurrt. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast í innsveitum vestanlands.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Austlæg átt og rigning með köflum, einkum S- og A-lands. Fremur hlýtt í veðri.
Af www.vedur.is