Líklegt að óskað verði aftur eftir fresti
- Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fundar í dag
Viðræður Reykjanesbæjar við kröfuhafa hafa staðið yfir síðustu vikur en niðurstaða er ekki komin. Eftirlitsnefnd við fjármálum sveitarfélaga sendi Reykjanesbæ bréf þann 18. maí síðastliðinn, þess efnis nefndin teldi ekki hjá því komist að leggja til við innanríkisráðherra að skipa bænum fjárhaldsstjórn. Reykjanesbær fékk frest til að halda viðræðum við kröfuhafa áfram til 25. maí og svo síðar annan frest til morgundagsins, 8. júní.
Bæjarstjórnin heldur fund í dag klukkan 17:00 og samkvæmt heimildum Víkurfrétta er líklegt að lögð verði fram ósk á þeim fundi um lengri frest til að taka afstöðu til tillögu eftirlitsnefndarinnar þar sem viðræður við kröfuhafa standi enn yfir.
Hér má fylgjast með fundi bæjarstjórnar sem hefst klukkan 17:00.