Líkamsárás í Keflavík
Skömmu eftir klukkan fimm kom lögregla að manni fyrir utan veitingahús í Keflavík og var hann með áverka eftir líkamsárás. Maðurinn var talinn nefbrotinn og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af átta ökumönnum í nótt vegna ýmissa umferðarlagabrota, m.a. vegna hraðaksturs og rangri notkun ljósa.