Líkamsárás á árshátið grunnskóla
Rétt fyrir miðnættið barst tilkynning til lögreglunnar um líkamsárás á árshátíð grunnskóla Reykjanesbæjar, sem lauk í Stapa kl. 23:30. Þar hafði piltur slegið annan pilt hnefahögg í andlitið, með þeim afleiðingum að tönn brotnaði og skurður kom á andlitð. Sá slasaði var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem læknir saumaði fjögur spor og gerði að sárum hans.