Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lífverðir Lou Reed veittust að ljósmyndara
Miðvikudagur 18. ágúst 2004 kl. 17:18

Lífverðir Lou Reed veittust að ljósmyndara

Hinn heimsfrægi söngvari og lagahöfundur Lou Reed lenti á Keflavíkurflugvelli nú fyrir stuttu. Hann var þar ásamt fylgdarliði sem sótt voru á rútu og sendiferðabílum. Hann vildi ekkert tjá sig við fjölmiðla en það gerðu hinsvegar lífverðir Lou Reed’s sem voru bæði íslenskir og erlendir. Lífverðirnir veittust að ljósmyndara Víkurfrétta með því að gripa í myndavél hans og ýta honum í runna og honum sagt að yfirgefa svæðið. Þegar ljósmyndari Víkurfrétta ætlaði sér að halda áfram að taka myndir stóðu lífverðir fyrir framan hann og sögðu honum að ganga í burtu. Yfirgangur lífvarðana var ótrúlegur og náðist þetta atvik á myndband sem gert var vegna komu Lou Reed’s og þjálfara Chelsea José Mourinho.
 
Þetta er í annað skiptið á mjög stuttum tíma sem til ryskinga kemur á milli ljósmyndara og lífvarða heimsfrægra stjarna.

Lou Reed mun halda tónleika í Laugardalshöll föstudaginn næstkomandi, enn er hægt að nálgast miða á tónleikana.

VF-myndin: Sá sem er klæddur hettupeysu er Lou Reed, þeir sem eru með rauðu hringina í kringum andlitið á sér veittust að ljósmyndara Víkurfrétta. Þó vantar einn lífvörð á myndina sem tók virkan þátt í látunum.

Ljósmynd: Atli Már Gylfason

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024