Fréttir

Lífsþróttur tilnefndur til viðurkenningar Hagþenkis 2015
Ólafur Gunnar Sæmundsson og kápa bókarinnar.
Laugardagur 6. febrúar 2016 kl. 07:00

Lífsþróttur tilnefndur til viðurkenningar Hagþenkis 2015

Ólafur Gunnar Sæmundsson, nærðingarfræðingur úr Garðinum, hefur verið tilnefndur til viðurkenningar Hagþenkis 2015 fyrir bók sína, Lífsþróttur, nærðingarfræði fróðleiksfúsra.

Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2015 voru kynntar í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Borgarbókasafnið þriðjudaginn 2. febrúar kl. 17 í Borgarbókasafni Grófarhúsi í  Tryggvagötu.

Viðurkenning Hagþenkis 2015 verður síðar veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í byrjun mars og nema verðlaunin einni milljón króna.  Viðurkenningaráð, skipað fimm félagsmönnum, stendur að valinu en það hóf störf um miðjan október og fundaði vikulega með verkefnastýru.

Lífsþróttur, næringarfræði fróðleiksfúsra, er vönduð bók, byggð á traustum fræðilegum grunni, þar sem upplýsingar um heilsusamlegt líferni og holla fæðu eru settar fram á skýran hátt í texta og myndum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024