Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lífsblómið í Samkaupum
Þriðjudagur 6. nóvember 2007 kl. 17:30

Lífsblómið í Samkaupum

Lífræna deildin í Samkaup-Úrval í Njarðvík fékk nafn á dögunum, en eftir nafnasamkeppni, þar sem tæplega 200 uppástungur bárust, varð Lífsblómið fyrir valinu.


Sá sem átti verðlaunatillöguna var Siggeir Pálsson, en Erla Valgeirsdóttir, aðstoðarverslunarstjóri, afhenti honum verðlaunin. Veglega gjafakörfu með sýnishorni af vörunum sem eru í boði í Lífsblóminu.


Deild Samkaupa hefur að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, framkvæmdastjóra verslunarviðs Samkaupa, yfirgripsmikið vöruúrval þar sem fá má allt frá snakki upp í umhverfisvænt þvottaefni. Kjartan sagði í samtali við Víkurfréttir að mikill vöxtur væri í þessum geira og eftirsurnin eftir lífrænum vörum væri sífellt að aukast.


Til að gera viðskiptavinum sínum betur grein fyrir vöruúrvalinu verður Marta Eiríksdóttir með kynningu á vörunum í versluninni á hverjum föstudegi.


VF-mynd/Þorgils – Verðlaunahafinn Siggeir Pálsson ásamt Erlu Valgeirsdóttur, aðstoðarverslunarstjóra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024