Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 8. febrúar 2002 kl. 15:40

Lifrardrep í kanínum á Vatnsleysuströnd

Í dag kom niðurstaða úr prófum sem send voru til Danmerkur vegna smitsjúkdóms sem hrjáði kanínur á kanínubúinu að Auðnum. Kanínurnar sem hríðféllu fyrir veikinni reyndust vera með Lifrardrep. Gunnar Örn Gunnarsson, dýralæknir á tilraunastöðinni að Keldum, segir að ekki sé vitað hvaðan smitið kemur, en um bráðsmitandi sjúkdóm er að ræða sem ekki hafi greinst áður hér á landi.Gunnar Örn segir að veikinnar hafi fyrst orðið vart árið 1984 í Kína, og hafi síðan þá verið að breiðast út um heiminn hægt og sígandi og stingur sér niður, eins og hér núna, án nokkurrar augljósrar ástæðu. Allar kanínurnar 350 að Auðnum drápust og barst smit yfir í annað kanínubú sem er miklu minna og aðeins gæludýrabú, þar drápust líka kanínur og þær sem eftir lifðu voru drepnar.

Gunnar Örn segist vona að þeim hafi tekist að komast fyrir smitið en það eru fleiri kanínubú á Suðurnesjum, en þó ekki mjög nálægt búinu með sýktu dýrin. Lifrardrep getur borist með vindi, fólki, öðrum dýrum og er eins og áður sagði bráðsmitandi og bráðdrepandi, en aðeins fyrir kanínur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024