Líflegri fasteignasala á Suðurnesjum
Þó talað sé um alkul á fasteignamarkaði má segja að fasteignasala á Suðurnesjum sé skárri en á öðrum svæðum, sé tekið mið af tölum Fasteignamats Ríkisins yfir veltu á fasteignamarkaði aðra vikuna í febrúar.
Á Suðurnesjum voru þinglýstir kaupsamningar 11 talsins á meðan þeir voru fjórir á Akureyri og Árborgarsvæðinu. Í Reykjavík var 20 kaupsamningum þinglýst, 13 í Kópavogi, aðeins einum í Garðabæ og þremur í Hafnarfirði, svo dæmi séu tekin.
Af þessum 11 samningum á Suðurnesjum voru sex samningar um eignir í fjölbýli, fjórir samningar um sérbýli og einn samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 226 milljónir króna og meðalupphæð á samning 20,5 milljónir króna.