Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lífið er meira en saltfiskur
Fimmtudagur 22. febrúar 2018 kl. 15:33

Lífið er meira en saltfiskur

- endurskoðun menningarstefnu Reykjanesbæjar

Hvernig menningarlíf/mannlíf viljum við hafa í Reykjanesbæ? Þriðjudaginn 27. febrúar frá klukkan 17.00 - 19.00 stendur menningarráð Reykjanesbæjar fyrir opnum íbúafundi í Duus Safnahúsum í tilefni þess að nú er kominn tími til að endurskoða menningarstefnu bæjarins og við viljum gjarnan fá þig að borðinu. Boðið verður upp á veitingar í hléi. 
 
Á fundinum verður núverandi stefna kynnt í fáum orðum en aðal áherslan verður lögð á að skapa íbúum tækifæri til að koma sínum áherslum á framfæri. 
 
Þetta verður gert með því að skipta fólki upp í umræðuhópa og gert ráð fyrir að hver og einn geti tekið þátt í a.m.k. þremur hópum. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér stefnuna sem nú er í gildi er bent á: https://www.reykjanesbaer.is/static/files/pdf_skjol_allir/menningarstefna-reykjanesbaejar.pdf
 
Allir íbúar bæjarfélagsins eru hvattir til að mæta, bæði ungir og aldnir, atvinnumenn og áhugafólk. Sérstaklega er óskað eftir þátttöku þeirra sem nú þegar eru í forsvari fyrir mismunandi menningar- og listhópa í bæjarfélaginu og/eða þeir sem hafa nýjar og ferskar hugmyndir að skemmtilegum nálgunum og lausnum í menningarmálum bæjarins.
 
Fundurinn verður haldinn í Bíósal Duus Safnahúsa, þriðjudaginn 27.febrúar kl. 17.00-19.00. Veitingar í hléi.
 
Umræðuhópar sem verða í gangi:
1. Tónlist (allar tegundir) 
2. Sviðslistir (dans, leikhús, kvikmyndir) 
3. Saga, menning, hefðir 
4. Myndlist, handverk, hönnun 
5. Bókmenntir, upplýsingamennt
6. Almenn menningarmál (hátíðarhald, viðburðir, fjölmenning)
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024