Líffærafrumvarp Silju Daggar samþykkt
Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og Willum Þórs Þórssonar um ætlað samþykki við brottnámi líffæra úr látnum einstaklingi hefur verið samþykkt en kosið var um frumvarpið rétt fyrir hádegi í dag. Silja og Willum sitja bæði á þingi fyrir Framsóknarflokkinn en 52 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og tveir sátu hjá. Lögin taka gildi þann 1. janúar 2019. Morgunblaðið greinir frá þessu.