Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lifandi lestur á leikskólanum Holti
Fimmtudagur 9. september 2004 kl. 08:57

Lifandi lestur á leikskólanum Holti

Lifandi lestur er heiti á þróunarverkefni sem leikskólinn Holt í Reykjanesbæ er að fara af stað með um þessar mundir.
Leikskólinn hefur fengið styrk úr þróunarsjóði leikskóla til verkefnisins auk þess sem foreldrafélag skólans styrkir það með bókagjöfum.
Markmið verkefnisins er þríþætt. Í fyrsta lagi að kynna börnum bókmenntir en verkefnið er unnið út frá einni bók sem börnin fá til eignar, í öðru lagi eflir verkefnið foreldrasamstarf og í þriðja lagi er um markvissa málörvun að ræða. Verkefnisstjóri er Anna Soffie Walström starfsmaður leikskólans.

Í framhaldi af verkefninu Lestrarmenning í Reykjanesbæ sem hófst á vormánuðum 2003 fór leikskólinn að vinna með bókina í brennidepli með tveimur elstu árgöngum leikskólans þar sem notuð var sagan um Gillitrutt. Verkefnið hélt síðan áfram heima þar sem foreldrafélag leikskólans gaf börnunum eitt eintak af bókinni til eignar og voru foreldrar beðnir um að skoða hana með þeim heima og ræða innihaldið. Þannig urðu foreldrar virkir og meðvitaðir um hvað átti sér stað í leikskóalnum og heimilið varð vettvangur fyrir barnið að ræða og dýpka þekkingu sína á viðfangsefninu.

Vernefnið var formlega kynnt á foreldrafundi leikskólans og verður unnið í vetur með öllum börnun á leikskólanum á aldrinum 3 - 6 ára, en frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024