Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lífæðin rofin og umferðarteppa á Fitjum
Mánudagur 4. október 2010 kl. 16:16

Lífæðin rofin og umferðarteppa á Fitjum

Lífæð Reykjanesbæjar hefur verið rofin í allan dag vegna malbikunarframkvæmda og af þeim sökum hefur verið mikil umferðarteppa á Fitjum. Þar hafa myndast langar bílaraðir eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum sem voru teknar fyrir um klukkustund síðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eigendur fyrirtækja við Njarðarbrautina hafa heldur ekki verið hoppandi kátir í dag með verktakann sem sér um malbikunarframkvæmdina. Njarðarbrautinni var lokað á horninu við Toyotasalnum og lífæðin var lokuð alla leið inn að Kambi í Innri Njarðvík. Tjöru hafði verið sprautað á báðar akreinar. Á þessum kafla eru mörg þjónustufyrirtæki, m.a. fyrir bifreiðar, sem hafa verið úr öllu vegasambandi í allan dag.

Sjúkraflutningamönnum hjá Brunavörnum Suðurnesja hafði ekki verið gert kunnugt um lokunina í Njarðvík eða að umferðarteppa væri á Fitjum. Á þeirri mínútu sem Víkurfréttir höfðu samband við varðstofu slökkviliðs kom útkall vegna veikinda í Innri Njarðvík. Sjúkrabifreið þurfti því að fara mun lengri leið en vanalega og nýttu sjúkraflutningamenn sér upplýsingar blaðamanns til að sleppa við umferðarteppuna á Fitjum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Fitjum um kl. 15 í dag. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Þessar merkingar má sjá víða á Fitjum og í Innri Njarðvík í dag. Erfitt er að komast að þjónustufyrirtækjum við Njarðarbraut.

Malbikunarvélar og valtarar að störfum á Njarðarbrautinni um miðjan dag. Ennþá á eftir að malbika töluverðan spotta.

Bíll við bíl á Njarðarbrautinni framan við verslunarkjarnann sem hýsir Húsasmiðjuna og aðrar verslanir.