Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Líf og fjör í vinnuskólanum
Mánudagur 10. júní 2002 kl. 16:51

Líf og fjör í vinnuskólanum

Bærinn iðar af lífi í góða veðrinu sem verið hefur í Reykjanesbæ í allan dag. Sólin hefur stungið sér í gegnum skýin af og til en þrátt fyrir ský á lofti hefur hitastigið verið nálægt 20 gráðum í allan dag. Vinnuskólinn er líka byrjaður og krakkarnir hafa sett lit á bæinn.Þessi hópur var við útivinnuna í Njarðvík síðdegis þegar ljósmyndari smellti af þessari mynd. Óhætt að segja að hér hafi verið unnið í hóp. Reyndar dreifðu krakkarnir sér eftir myndatökuna. Það vildu jú allir vera með á myndinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024