Líf og fjör á árshátíðum grunnskólanna
Grunnskólar í Reykjanesbæ héldu árshátíðar sínar í síðustu viku þar sem nemendur stigu flestir á stokk og létu ljós sitt skína áður en farið var í páskafrí. Hver skóli hélt árshátíð eftir sínu sniði en flestir nemendur fengu tækifæri á að koma fram og skemmta sjálfum sér, samnenendum og öðrum gestum.
Kennarar og starfslið skólanna tóku jafnframt þátt og fluttu skemmtiatriði en að auki buðu nemendur og foreldrar upp á kaffihlaðborð. Foreldrar voru hvattir til þess að mæta á árshátíð og nýttu sér það margir og höfðu gaman af.
Sameiginleg árshátíð nemenda í 8. - 10. bekk var haldin í Stapa og fór hún einstaklega vel fram en hana sóttu alls 450 nemendur sem er mesti fjöldi hingað til enda lék hljómsveitin Í svörtum fötum fyrir dansi.
Mynd og texti af vef Reykjanesbæjar í dag.