Líf að fæðast í Grindavíkurhöfn
Líf er að fæðast í Grindavíkurhöfn en í morgun landaði eitt af skipum Þorbjarnar hf., Sturla Gk, og var aflanum ekið í vinnsluhús fyrirtækisins í Grindavík. Starfsemi hófst fyrr í vikunni en fyrirtækin í Grindavík eru eitt af öðrum að hefja starfsemi á ný. Vélsmiðja Grindavíkur opnaði á mánudaginn, Olís opnaði í gær og Sjómannastofan Vör opnaði í hádeginu í dag.
Meðfylgjandi myndir tók starfsmaður Jóns & Margeirs, Jón Reynisson.