Lið Reykjanesbæjar keppir í Útsvari í kvöld
Mætir liði Fjarðabyggðar.
Lið Reykjanesbæjar mætir liði Fjarðabyggðar í spurningakeppni sveitarfélaganna í beinni útsendingu á RÚV kl. 20:25 í kvöld“.
Sigri lið Reykjanesbæjar, skipað þeim Baldri Guðmundssyni, Guðrúnu Ösp Theodórsdóttur og Grétari Sigurðssyni, kemst það í 8 liða úrslit keppninnar. Þau slógu lið Reykjavíkur út með glæsibrag í fyrstu umferð með 87 stigum gegn 60 og eru til alls vís eins og við þekkjum.
Lið Fjarðabyggðar hafði hins vegar betur gegn Ásahreppi með 54 stigum gegn 51.