Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lið FS sigraði MA í Gettu betur
Fimmtudagur 22. janúar 2009 kl. 22:22

Lið FS sigraði MA í Gettu betur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Gettu betur var rétt í þessu að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum eftir að hafa lagt lið Menntaskólans á Akureyri að velli með einu stigi eftir bráðabana, en keppninni var útvarpað á Rás 2.  Lið FS tryggði sér bráðabana í stöðunni 21-21 og sigraði svo með 23 stigum gegn 22 eftir afar spennandi keppni. Annað árið í röð keppa þeir Sigtryggur Kjartansson, Arnþór og Pétur Elíassynir fyrir hönd Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Föstudaginn 30. janúar fer svo fram ræðukeppni Morfís í Fjölbrautarskóla Suðurnesja, en þar tekur FS á móti Fjölbrautarskóla Garðabæjar og hefst keppnin kl. 20:00. Fleira sem er á döfinni hjá NFS er Hljóðneminn, sem er söngkeppni Fjölbrautaskóli Suðurnesja, en hún fer fram í Andrews Theatre þann 18. febrúar kl. 20:00. Daginn eftir keppnina verður slegið upp dansleik í Officeraklúbbnum á Vallarheiði og mun hljómsveitin Land og Synir spila fyrir dansi.
Undirbúningur söngleiksins Sódóma er nú kominn á fullt, en hann verður frumsýndur 6. Mars. Um 40 krakkar taka þátt í sýningunni. Handritið skrifaði Felix Bergsson og leikstjóri er Orri Huginn.