Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leysigeisla beint að flugbrautum
Laugardagur 8. febrúar 2014 kl. 12:11

Leysigeisla beint að flugbrautum

Leysibendum var beint að flugbrautum á Keflavíkurflugvelli snemma á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn. Það var flugmaður sem var á ferð í bifreið innan vallarsvæðisins, sem fyrstur varð var við atvikið og gerði lögreglunni á Suðurnesjum viðvart.

Hafði geisla verið beint að bifreiðinni sem hann ók og lent í auga hans og glampað á framrúðu. Átti geislinn upptök sín utan girðingar. Grunsemdir eru um hverjir þarna hafi verið að verki og rannsakar lögregla málið. Það skal undirstrikað að athæfi af þessu tagi getur verið stórhættulegt og valdið slysum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024