Leysa húsnæðismál tónlistarskóla í Garði
Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur falið bæjarstjóra að undirrita kaupsamning vegna kaupa sveitarfélagsins á fasteigninni Heiðartún 2d í Garði. Félagsmiðstöð unglinga verður flutt í húsnæðið. Þar með hafa húsnæðismál Tónlistarskólans í Garði verið leyst en tónlistarskólinn og félagsmiðstöðin hafa deilt húsnæði í Sæborg við Garðbraut undanfarin ár.
Kaupverð Heiðartúns 2d er 21 milljón króna. Í Heiðartúni 2a, b og c er félagsstarf eldri borgara í Garði.