Leyniskyttan
Lögreglan á Keflavíkurflugvelli hafði mikinn viðbúnað og fylgdist grannt með sérhverjum farþega sem kom til Íslands frá miðvikudegi fram á fimmtudagskvöld. Ein af leyniskyttunum sem myrti Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, sást á flugvellinum í Sarajevo daginn eftir morðið og var þá með flugmiða til Íslands. Jóhann Benediktsson sýslumaður á Keflavíkurflugvelli sagði í hádegisfréttum RÚV að gæslan í Keflavík hefði verið efld og að fylgst hafi verið með hverjum manni sem til Íslands kom. Að áliðnum fimmtudegi hafi svo borist upplýsingar um að vísbendingin sem frá Sarajevo barst hafi ekki verið með öllu áreiðanleg.Sænska blaðið Expressen fjallar um málið í dag. Blaðið segist hafa heimildir fyrir því að leyniskytta, sem gengi undir dulnefninu Borek Krojez, hafi ætlað til Norðurlandanna og að Ísland hafi verið lokaáfangastaður hans. Íslenska lögreglan mun hafa leitað að manni með því nafni. Sænska lögreglan telur þó að hann hafi reynt að komast til Svíþjóðar eða Noregs. Þrír menn myrtu serbneska forsætisráðherrann úr launsátri.
Tveir þeirra hafa þegar verið handteknir en lögreglan leitar enn að þeim sem talið var að gæti hafa ætlað til Íslands. Landamæravarsla hefur verið stórhert á Norðurlöndunum og sérstök áhersla var á tíma lögð á eftirlit með farþegum til Íslands. Sænska lögreglan telur að Krojez geti farið huldu höfði í Svíþjóð í einhvern tíma með hjálp skipulagðra sænskra glæpasamtaka, sem hafa náið samstarf við serbnesku mafíuna segir síðdegisblaðið Expressen.
Tveir þeirra hafa þegar verið handteknir en lögreglan leitar enn að þeim sem talið var að gæti hafa ætlað til Íslands. Landamæravarsla hefur verið stórhert á Norðurlöndunum og sérstök áhersla var á tíma lögð á eftirlit með farþegum til Íslands. Sænska lögreglan telur að Krojez geti farið huldu höfði í Svíþjóð í einhvern tíma með hjálp skipulagðra sænskra glæpasamtaka, sem hafa náið samstarf við serbnesku mafíuna segir síðdegisblaðið Expressen.