Létust í flugslysi
Mennirnir sem létust í flugslysinu á Njarðvíkurheiði á laugardag hétu Hans Óli Hansson, til heimilis í Kópavogi, og Ólafur Felix Haraldsson, til heimilis á Patreksfirði.
Hans Óli var fæddur árið 1946 og lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú uppkomin börn.
Ólafur Felix var fæddur árið 1970 og lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn.