Létust í bílslysi í Tyrklandi
Íslensku hjónin sem létust í bílslysi í Tyrklandi í gær hétu Jóhann Árnason og Dagbjört Þóra Tryggvadóttir og voru 25 ára og 34 ára gömul. Jóhann var fæddur 23. janúar 1985 en Dagbjört Þóra þann 20. janúar 1976. Þau voru búsett í Danmörku en voru á ferðalagi í Tyrklandi þegar slysið varð.
Sonur þeirra, sex mánaða, slapp ómeiddur. Hann er nú í umsjá ræðismanns Íslands í suðvesturhluta Tyrklands. Fulltrúar fjölskyldna þeirra Jóhanns og Dagbjartar eru á leið frá Íslandi til Tyrklands, og samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er búist við að þeir fái barnið afhent í kvöld. Lögreglan í borginni Mugla í Tyrklandi rannsakar enn tildrög slyssins.