Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttur föstudagur á Nesvöllum
Föstudagur 6. október 2017 kl. 07:00

Léttur föstudagur á Nesvöllum

- Heilsu- og forvarnarvikan

Daníel Guðni þjálfari Njarðvíkur í körfu og Guðni Erlends. munu halda fræðsluerindi fyrir nemendur 5., 6.,  7., og 9. bekkjar  um mikilvægi hreyfingar og íþróttaiðkunar í dag kl. 10:25 á sal Háaleitisskóla.

Á Nesvöllum er léttur föstudagur og verður fjölbreytt dagskrá í boði. Í húsakynnum MSS að Krossmóa 4 kl. 14-15 verður boðið upp á hugleiðslu með Unnari Sigurðssyni. Þátttakendur er beðnir um að taka með sér jógadýnu, teppi og vatnsbrúsa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sporthúsið er með opið hús fyrir alla í Heilsu- og forvarnarvikunni en nánari upplýsingar um opna hóptíma og opnunartíma má finna á heimasíðu Sporthússins.

Lífsstíll verður með opna heilsuviku og er frír aðgangur í alla opna tíma sem og í tækjasal.

Nánari upplýsingar um viðburði dagsins má finna hér.