Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttskýjað upp úr hádegi
Fimmtudagur 4. október 2012 kl. 08:02

Léttskýjað upp úr hádegi

Minnkandi norðanátt, 3-8 m/s og léttskýjað upp úr hádegi við Faxaflóa. Hæg suðvestlæg átt á morgun og bjartviðri í fyrstu, en þykknar smám saman upp er líður á daginn. Hiti 3 til 8 stig að deginum.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Minnkandi norðlæg átt, 3-8 eftir hádegi og léttskýjað. Snýst í hæga vestlæga átt á mrogun og þykknar smám saman upp. Hiti 3 til 7 stig að deginum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Hæg V-læg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en gengur í suðvestan 5-8 m/s og þykknar upp vestantil á landinu síðdegis. Hiti 3 til 10 stig, mildast sunnanlands.

Á laugardag:
Sunnan- og suðvestan 8-13 m/s og skúrir um landið vestanvert, en heldur hægari og þurrt að mestu um landið austanvert. Hiti svipaður.

Á sunnudag:
Suðvestan 5-10 m/s. Skúrir um landið vestanvert, en sums staðar slydduél norðvestantil. Áfram þurrt að kalla fyrir austan. Hiti 1 til 7 stig, en víða næturfrost.

Á mánudag:
Útlit fyrir hægviðri og víða bjart veður, en sums staðar stöku él við ströndina. Hiti 0 til 5 stig að deginum.

Á þriðjudag:
Suðaustanátt með vætu, einkum sunnan- og vestantil. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Austan- og norðaustanátt og rigning en slydda eða snjókoma norðantil. Hiti svipaður.