Léttskýjað sunnanlands
Klukkan 06:00 í morgun var fremur hæg suðaustlæg átt víðast hvar en norðaustan 8-13 á norðanverðum Vestfjörðum. Léttskýjað suðaustantil, en annars skýjað með köflum og dálítil slydduél. Hiti 0 til 3 stig úti við sjóinn, en annars 0 til 9 stiga frost, kaldast á Brú á Jökuldal.
Yfirlit:
Um 400 km SV af Reykjanesi er 980 mb lægð sem þokast ASA og grynnist. Milli Jan Mayen og Noregs er 985 mb lægð sem þokast NA. Um 1200 km S af Íslandi er vaxandi 990 mb lægð sem fer NA.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Gengur í norðaustan og norðan 8-13 en hægari sunnantil fram eftir degi. Él eða snjókoma um landið norðanvert, slydda á Austfjörðum seint í dag en annars léttskýjað Norðan 8-10 og él austast í fyrramálið en annars hægari, skýjað norðantil en léttskýjað sunnanlands. Þykknar upp allra vestast seint á morgun með hægt vaxandi suðaustanátt. Hiti 0 til 4 stig sunnanlands, en frystir norðanlands. Frost 0 til 8 stig á morgun.
Yfirlit:
Um 400 km SV af Reykjanesi er 980 mb lægð sem þokast ASA og grynnist. Milli Jan Mayen og Noregs er 985 mb lægð sem þokast NA. Um 1200 km S af Íslandi er vaxandi 990 mb lægð sem fer NA.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Gengur í norðaustan og norðan 8-13 en hægari sunnantil fram eftir degi. Él eða snjókoma um landið norðanvert, slydda á Austfjörðum seint í dag en annars léttskýjað Norðan 8-10 og él austast í fyrramálið en annars hægari, skýjað norðantil en léttskýjað sunnanlands. Þykknar upp allra vestast seint á morgun með hægt vaxandi suðaustanátt. Hiti 0 til 4 stig sunnanlands, en frystir norðanlands. Frost 0 til 8 stig á morgun.