Léttskýjað og sól í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt, 5-10 m/s og rigningu austanlands í dag, en annars víða 3-8 m/s. Léttskýjað suðvestan- og sunnanlands, en skýjað með köflu og skúrir norðanvestan og norðantil. Norðvestan 8-13 og rigning eða slydda á Norðausturlandi í kvöld og nótt. Hæg norðlæg eða breytileg átt á morgun og léttskýjað sunnan- og vestanlands, en norðvestan 5-13 fram eftir degi norðaustanlands og skúrir. Léttir heldur til síðdegis. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast sunnanlands, en 0 til 5 stig norðaustantil í nótt.