Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttskýjað og minnkandi vindur
Þriðjudagur 17. janúar 2006 kl. 09:17

Léttskýjað og minnkandi vindur

Klukkan 6 voru norðvestan og vestan 20-34 m/s norðaustalands, en annars yfirleitt norðvestan 5-15 og minnstur vindur á Vesturlandi. Léttskýjað var á Suðausturlandi, en annars staðar skýjað að mestu og él, snjókoma eða skafrenningur. Frost 5 til 11 stig, minnst á Vattarnesi, en mest í Ásgarði í Dölum.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:

Minnkandi norðlæg átt og léttskýjað, en stöku él í fyrstu. Frost 5 til 15 stig, kaldast í uppsveitum. Vaxandi austanátt og þykknar upp í kvöld, 10-15 og snjókoma í nótt, en hægari suðlæg átt og hlýnar á morgun með slyddu eða jafnvel rigningu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024