Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttskýjað og kalt
Miðvikudagur 3. febrúar 2010 kl. 08:27

Léttskýjað og kalt


Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Austan 3-10, hvassast sunnantil. Skýjað með köflum eða léttskýjað. Hiti kringum frostmark með sjónum en annars allt að 10 stiga frost í uppsveitum.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austan 3-10 og skýjað með köflum. Hiti kringum frostmark.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:
Austan og norðaustan 3-8 m/s, en 8-13 við S-ströndina. Dálítil él við austur- og norðurströndina, en bjartviðri V-lands. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á föstudag:
Austlæg átt, strekkingur og snjókoma eða slydda sunnanlands en annars hægari og úrkomulítið. Frostlaust með suðurströndinni en annars vægt frost.

Á laugardag:
Austlæg átt, slydduél með suðurströndinni en annars skýjað með köflum. Frostlaust með suður- og vesturströndinni en annars frost 1 til 10 stig.

Á sunnudag og mánudag:

Austlæg átt með rigningu eða slyddu sunnanlands einkum á mánudag, en annars úrkomulítið. Hlýnandi.

Á þriðjudag:
Austan átt og rigning sunnan- og austanlands. Hiti 0 til 5 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024