Léttskýjað og hlýtt í dag
Veðurspá fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir norðvestan 3-8 m/s og yfirleitt léttskýjað. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast í uppsveitum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað vestanlands, annars léttskýjað. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast í innsveitum.
Á sunnudag:
Þykknar upp með suðlægri átt og rigningu vestanlands síðdegis, annars hægur vindur og víða léttskýjað. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Snýst í austan- og norðaustanátt. Rigning, einkum SA-lands og heldur kólnandi veður.
Á þriðjudag:
Norðaustanátt og dálítil væta á N- og A-landi, en þurrt og bjart annars staðar. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast SV-lands.
Á miðvikudag:
Víða skúrir og fremur svalt.
Af www.vedur.is