Léttskýjað og herðir frost
	Norðaustan 3-10 m/s og léttskýjað með köflum við Faxaflóa. Frost 2 til 10 stig, en herðir á frosti á morgun.
	
	Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
	
	Hæg norðlæg eða breytileg átt og léttskýjað. Frost 2 til 10 stig. Suðaustan 5-13 m/s á morgun, þykknar upp síðdegis og hlýnar með snjókomu eða slyddu annað kvöld.
	
	Veðurhorfur á landinu næstu daga
	
	Á föstudag:
	Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él allra vestast. Frost 3 til 16 stig, mest í innsveitum. Suðaustan 8-13 m/s SV-til á landinu um kvöldið og þykknar upp.
	
	Á laugardag:
	Suðaustan 5-13 m/s, snjókoma eða slydda S- og V-til og hiti um frostmark, en styttir upp þegar líður á daginn. Að mestu hæg suðaustlæg átt fyrir norðan og austan, bjartviðri og frost 3 til 12 stig.
	
	Á sunnudag og mánudag:
	Suðaustlæg átt 3-10 m/s og bjart með köflum, en dálítil él eða slydduél allra syðst. Víða talsvert frost, en frostlaust með S- og V-ströndinni.
	
	Á þriðjudag:
	Sunnan og suðaustan 8-15 m/s, rigning og hiti 2 til 6 stig, en hægari vindur N- og A-til, úrkomulítið og hiti um og undir frostmarki.
	
	Á miðvikudag:
	Útlit fyrir stífa sunnanátt og rigningu, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hlýnar í veðri.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				