Léttskýjað og hæg breytileg átt
Á hádegi var hæg norðlæg eða breytileg átt á landinu. Víða skýjað með köflum, en yfirleitt léttskýjað vestantil. Hiti var 7 til 17 stig, hlýjast í Bolungarvík.
Veðurhorfur til klukkan 18:00 á morgun eru hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað og sums staðar þokuloft austanlands og hiti 8-13 stig, en annars skýjað með köflum eða léttskýjað og hiti 12 til 18 stig.