Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttskýjað og frost í dag. Hlýnar með kvöldinu
Mánudagur 15. nóvember 2004 kl. 08:03

Léttskýjað og frost í dag. Hlýnar með kvöldinu

Klukkan 6 voru norðan 10-15 m/s við ströndina norðan- og austantil, annars mun hægari norðlæg átt. Léttskýjað um sunnanvert landið, en snjókoma eða él á Norður- og Norðausturlandi. Hiti var frá 2 stigum í Akurnesi niður í 12 stiga frost á Kálfhóli á Skeiðum.

Veðurhorfur næsta sólarhring: Fremur hæg norðlæg átt, léttskýjað og frost 2 til 8 stig, en kaldara inn til landsins. Suðlæg átt, 3-8 m/s í kvöld, minnkandi frost og slydda eða snjókoma af og til.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024