Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Léttskýjað og 0-8 stiga hiti
Fimmtudagur 19. október 2006 kl. 09:22

Léttskýjað og 0-8 stiga hiti

Í morgun kl.. 06 var norðaustanátt, allhvöss eða hvöss suðaustantil, en víðast talsvert hægari annars staðar. Dálítil væta á NA- og A-landi, annars léttskýjað. Hiti var frá 8 stigum á Fagurhólsmýri niður í 8 stiga frost á Brúsastöðum og Haugi í Miðfirði.

Yfirlit:
Á Grænlandssundi er heldur minnkandi 1030 mb hæð, en S af Írlandi er víðáttumikil 980 mb lægð sem þokast NA.

Veðurhorfur á landinu:
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustanátt, víða 8-13 m/s en 13-18 SA-lands. Skúrir eða slydduél austantil á landinu, annars bjartviðri. Hiti yfirleitt á bilinu 0 til 8 stig.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustanátt, víða 8-13 m/s og léttskýjað. Hiti 0 til 8 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024