Léttskýjað í dag og rigning á morgun
Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir hægviðri og skýjuðu með köflum. Hiti 8 til 15 stig. Norðaustan 5-10 m/s síðdegis, en austan 10-18 og rigning á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Suðaustan 8-10 m/s og rigning eða súld, en austan 10-15 við norðurströndina og slydda. Hiti 1 til 9 stig, svalast norðantil.
Á sunnudag:
Suðaustlæg átt 8-13 m/s og rigning, einkum um landið sunnanvert. Hiti 2 til 10 stig.
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Suðaustlæg átt og milt í veðri. Rigning með köflum um landið sunnanvert, en annars úrkomulítið.