Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttskýjað í dag
Fimmtudagur 21. mars 2013 kl. 09:30

Léttskýjað í dag

Norðaustan 5-10 og léttskýjað en dálítil slydda seint á morgun við Faxaflóa. Frostlaust síðdegis en vægt frost í nótt.


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan og norðaustan 3-8 og léttskýjað. Hiti 0 til 4 stig en vægt frost í nótt. Dálítil slydda síðdegis á morgun.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast syðst. Stöku él suðaustan og austantil, en annars þurrt og bjart að mestu. Hiti 0 til 5 stig við sjávarsíðuna yfir daginn, en annars hiti um og undir frostmarki.

Á sunnudag:
Breytileg átt, 3-8 m/s og léttskýjað að mestu, en austan 8-13 syðst og stöku slydduél. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestanlands að deginum, en annars í kringum frostmark.

Á mánudag og þriðjudag:
Fremur hæg norðaustlæg átt og víða þurrt og bjart, en skýjað að mestu við norður- og austurströndina. Heldur kólnandi veður.

Á miðvikudag:
Breytileg átt, skýjað með köflum og él á stöku stað. Frostlaust suðvestantil yfir daginn, en annars frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024