Léttskýjað í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt, en víða hafgolu yfir daginn. Skýjað að mestu suðaustantil og á Austfjörðum og sums staðar þokusúld. En annars skýjað með köflum eða léttskýjað, en hætt við þokubökkum við norðurströndina í nótt. Hiti 11 til 17 stig að deginum, en heldur svalara á annesjum norðan- og austantil.