Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Léttskýjað í dag
Sunnudagur 18. nóvember 2007 kl. 10:02

Léttskýjað í dag

Það dregur úr norðanáttinni við Faxaflóann í dag og verður léttskýjað. Frost 0 til 5 stig. Vestan 5-8 m/s í kvöld og þykknar upp. Suðvestan 5-10 á morgun, súld með köflum og hiti 1 til 6 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:
Stíf suðvestan og vestanátt með éljum, en bjartviðri austanlands. Hiti 1 til 5 stig sunnan- og vestanlands en annars vægt frost.

Á miðvikudag:
Norðvestan 5-10 m/s og víðast bjartviðri. Frost 1 til 10 stig, en frostlaus yfir hádaginn við suðvesturströndina.

Á fimmtudag:
Vestlæg átt og stöku él úti við sjóinn og hiti kringum frostmark en léttskýjað inn til landsins og allt að 10 stiga frost.

Á föstudag:
Suðaustlæg eða austlæg átt með slyddu eða rigningu víða um land. Hiti um og yfir frostmarki.

Á laugardag:
Útlit fyrir norðan átt með snjókomu norðanlands en úrkomulítið sunnanlands og kólnandi veðri í bili.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024