Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttskýjað í dag
Föstudagur 14. september 2007 kl. 09:19

Léttskýjað í dag

Veðurspáin gerir ráð fyrir norðaustan 3-8 og léttskýjuðu í dag við Faxaflóann. Vaxandi austanátt og þykknar upp í kvöld. Austan 10-18 í fyrramálið, hvassast og rigning sunnantil. Norðaustlægari síðdegis á morgun. Hiti 4 til 8 stig síðdegis.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:


Á sunnudag:
Norðan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél norðan- og austanlands, en bjart suðvestan til. Hiti 1 til 6 stig að deginum, en víða næturfrost.
Á mánudag:
Snýst í suðvestan 8-15 m/s með súld eða rigningu vestanlands, en léttir til fyrir austan. Heldur hlýnandi veður.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðvestlæg átt með vætu í öllum landshlutum. Hiti 5 til 10 stig.
Á fimmtudag:
Gengur í norðanátt með slydduéljum á norðanverðu landinu, en léttir til syðra. Kólnar í veðri.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024