Léttskýjað í dag
Á Garðskagavita voru NNA 12 og 11 stiga hiti klukkan 8 í morgun.
Klukkan 6 var norðan átt á landinu, víða 5-10 m/s. Bjartviðri sunnan- og vestanlands, en annar skýjað og sums staðar þokuloft. Hiti 7 til 12 stig, hlýjast sunnantil á landinu.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðlæg átt 8-13 m/s og léttskýjað, en heldur hægari eftir hádegi. Fremur hæg vestlæg átt á morgun, skýjað og hætt við þokulofti. Hiti 10 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Minnkandi norðan átt, norðvestan 5-8 m/s síðdegis. Léttskýjað sunnan- og vestantil. Skýjað og sums staðar þokuloft norðan- og austanlands, en fer að létta til í kvöld og nótt. Hægviðri á morgun og víða léttskýjað, en skýjað og hætt við þokulofti vestanlands. Hiti 12 til 18 stig, en 8 til 14 stig norðan- og austanlands.