Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttskýjað í dag – rigning á morgun
Laugardagur 19. maí 2007 kl. 12:09

Léttskýjað í dag – rigning á morgun

Í morgun kl. 9 var norðan og norðaustanátt, yfirleitt 8-13, en hvassast 21 m/s á Stórhöfða. Rigning eða slydda norðaustantil og á annesjum norðvestan til, en léttskýjað sunnalands. Hiti var 1 til 11 stig, svalast á Grímsstöðum á Fjöllum en hlýjast á Klaustri.

Yfirlit
Skammt SA af Færeyjum af er víðáttumikil 975 mb lægð, sem þokast NNA. Við Hvarf er lægðardrag, sem mjakast NA og dýpkar.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustanátt, víða 8-13 m/s og rigning eða slydda austanlands og úti við norðurströndina fram eftir degi en annars léttskýjað. Lægir mjög í kvöld og nótt. Suðvestan 8-13 og fer að rigna vestanlands eftir hádegi á morgun en bjartviðri norðaustan- og austanlands. Hiti 2 til 6 stig norðanlands í dag en 6 til 14 stig sunnanlands. Hlýrra norðan- og austanlands á morgun.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun
Norðan 5-13 m/s og léttskýjað, en norðvestan 3-8 í kvöld. Sunnan og suðaustan 8-13 og rigning eftir hádegi á morgun. Hiti 5 til 12 stig.

 

Byggt á spá frá Veðurstofu Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024