Léttskýjað í dag - væta í kortunum
Norðlæg átt 3-8 m/s við Faxaflóa. Léttskýjað. Vaxandi suðaustanátt í kvöld, 10-18 og rigning í nótt. Suðaustan 15-23 í fyrramálið en hægari seint á morgun. Hiti 0 til 5 í dag en 6 til 10 á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 3-8 og léttskýjað. Austan 5-10 og slydduél í kvöld en 10-15 og rigning í nótt. Suðaustan 13-20 í fyrramálið en heldur hægari síðdegis á morgun. Hiti 2 til 5 stig en 5 til 9 á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Sunnan 13-20 og rigning, en úrkomulítið norðaustantil. Dregur úr úrkomu V-til er líður á og lægir heldur. Hiti 8 til 14 stig.
Á föstudag og laugardag:
Suðlæg átt og rigning eða skúrir S- og V-lands en þurrt að kalla norðan- og austanlands. Hiti 2 til 9 stig.
Á sunnudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með ofankomu NV-til, en annars yfirleitt úrkomulítið. Hiti kringum frostmark.
Á mánudag:
Norðanátt og éljagangur fyrir norðan og austan en annars bjartiviðri. Vægt frost.