Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttskýjað í dag - þykknar upp í kvöld
Fimmtudagur 6. desember 2012 kl. 09:07

Léttskýjað í dag - þykknar upp í kvöld

Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað. Lægir síðdegis. Gengur í suðaustan 8-13 í kvöld og þykknar upp. 10-15 í nótt og fer að rigna undir morgun. Snýst í vestan 10-15 með slydduéljum síðdegis á morgun. Vægt frost í dag en hiti 2 til 6 stig á morgun.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Fremur hæg norðaustanátt, bjartviðri. Gengur í suðaustan 5-8 m/s seint í kvöld og þykknar upp en suðaustan 8-15 og rigning seint í nótt. Snýst í vestan 8-13 með slydduéljum síðdegis á morgun. Hiti yfirleitt um frostmark, en hlýnar um tíma á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Vestan 10-18 m/s og víða él, snýst í norðan 8-15 upp úr hádegi og léttir til sunnan- og vestanlands. Norðan hvassviðri eða jafnvel stormur um tíma austantil á landinu síðdegis. Hiti nálægt frostmarki.

Á sunnudag:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum eða bjartviðri og yfirleitt þurrt. Hiti um frostmark við suður- og vesturströndina, annars frost víða 1 til 7 stig.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir sunnan- og suðaustanátt 8-13 m/s suðvestan- og vestanlands, skýjað og úrkomulítið og hiti 0 til 5 stig, en annars hægari vindur og bjart með köflum og hiti um og undir frostmarki.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024