Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttskýjað í dag - þykknar upp á morgun
Föstudagur 3. desember 2010 kl. 09:14

Léttskýjað í dag - þykknar upp á morgun

Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað við Faxaflóa í dag, en vestan 3-8 á morgun og þykknar upp. Frost 0 til 10 stig, en fer hægt hlýnandi á morgun.?

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg norðaustlæg átt og léttskýjað, en vestan 3-8 m/s á morgun og þykknar upp. Frost 1 til 5 stig, en fer hægt hlýnandi á morgun.?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag og mánudag: ?Norðlæg átt, 3-10 m/s, hvassast austast. Skýjað með köflum og dálítil él norðaustanlands, en yfirleitt bjart syðra. Hiti 0 til 5 stig á annesjum V-lands, en annars 0 til 12 stiga frost, kaldast inn til landsins. ?

Á þriðjudag:? Norðanátt með éljum eða snjókomu, en þurrt að mestu S og V-lands. Frost 0 til 10 stig. ?

Á miðvikudag: ?Hæglætisveður og víða léttskýjað og kalt, en skýjað og frostlaust við V-ströndina. ?

Á fimmtudag: ?Útlit fyrir suðvestanátt með vætu og hlýnandi veðri.