Léttskýjað í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt, 3-8 m/s og dálítilli rigningu eða slyddu austantil á landinu, en hægri breytilegri átt og víða léttskýjuðu um landið vestanvert. Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt nálægt hádegi, en suðlægari í nótt. Skýjað með köflum og stöku él vestanlands, en léttir til um austanvert landið. Suðaustlæg átt, 5-10 og skúrir eða slydduél á morgun, en hægari og bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 0 til 8 stig að deginum, en í kringum frostmark í nótt, kaldast inn til landsins.