Léttskýjað fram á morgun
Klukkan 6 var norðaustanátt, víða 5-10 m/s. Léttskýjað var á Suður- og Vesturlandi, en smáskúrir norðan- og austanlands. Hlýjast var 9 stiga hiti suðaustanlands, en kaldast 3ja stiga frost í Ásbyrgi.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Norðaustan 3-10 m/s og léttskýjað. Hiti 5 til 12 stig, en víða næturfrost til landsins
Af vef Veðurstofunnar