Léttskýjað en nokkuð hvasst
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustanátt, víða 8-13 m/s, en 5-10 síðdegis. Dálítil él norðan- og austantil og vægt frost í dag, en annars víða bjartviðri og hiti 0 til 5 stig. Heldur hægari vindur og frost 0 til 7 stig í nótt. Norðaustlæg átt 3-8 m/s um landið austanvert á morgun og dálítil él, en léttskýjað á Suðausturlandi. Fremur hæg breytileg átt um landið vestanvert í fyrramálið, en gengur í suðvestan 3-8 m/s þegar líður á daginn og þykknar smám saman upp.