Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 21. apríl 2006 kl. 08:46

Léttir víða til í kvöld

Í morgun var sunnan- og suðaustan 8-15 m/s og rigning í flestum landshlutum. Hiti á bilinu 1 til 6 stig.

 

Yfirlit
Um 400 km vestur af Snæfellsnesi er vaxandi 985 mb lægð, sem þokast norðaustur, en við vesturströnd Noregs er 1021 mb hæð.

 

Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:

Sunnan 8-15 m/s með rigningu, en snýst í suðvestan 10-15 með skúrum eða slydduéljum með morgninum, fyrst suðvestanlands, en lægir heldur og léttir víða til í kvöld, einkum norðaustan- og austanlands. Hiti 2 til 10 stig í dag, hlýjast norðaustanlands. Snýst í hvassa norðvestanátt í fyrramálið, fyrst á Vestfjörðum. Snjókoma eða slydda norðantil, en léttir til syðra. Lægir síðdegis, fyrst um landið vestanvert. Hiti víða 0 til 4 stig

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024