Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttir til síðdegis
Þriðjudagur 31. júlí 2007 kl. 09:17

Léttir til síðdegis

Veðurstofan spáir norðaustan og norðanátt við Faxaflóla næsta sólarhringinn, 3-8 m/s, skýjuðu með lítilsháttar rigningu. Bætir heldur í vind og léttir til síðdegis, norðan 10-15 í kvöld og léttskýjað. Hiti 10 til 16 stig. Lægir smám saman á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:
Minnkandi norðanátt, en vaxandi suðaustanátt SV-til undir kvöld. Skúrir norðaustantil, en víða bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hiti 12 til 18 stig syðra, en 8 til 12 stig fyrir norðan.

Á föstudag:
Hvöss austanátt með talsverðri rigningu, en hægari og þurrt fyrir norðan fram á kvöld. Milt í veðri.

Á laugardag:
Suðlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið norðanlands.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024